Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   lau 03. desember 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Wes Morgan: Hef ekki hugsað um að falla
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City
Wes Morgan, fyrirliði Leicester City
Mynd: Getty Images
Wes Morgan, fyrirliði Engalandsmeistara Leicester City, segist ekki einu sinni hafa hugsað út í fall þrátt fyrir slæma byrjun á þessu tímabili.

Það eru sjö mánuðir síðan Leicester voru staðfestir sem meistarar, en titilvörnin hefur ekki farið eins og planað var.

Leicester leikur í dag gegn botnliði Sunderland, en fyrir leikinn er liðið í 14. sæti, tveimur stigum frá fallsæti og aðeins með þrjá sigra það sem af er þessu tímabili.

„Ég hafði ekki hugsað um þetta (að falla)," sagði Morgan í ítarlegu viðtali við Sky Sports, en Leicester vann síðast leik í ensku úrvalsdeildinni í október.

„Ég veit að við erum nánast á þeim stað þar sem við viljum vera hvað varðar spilamennsku inn á vellinum. Við verðum að finna formið aftur og þegar við náum þessum næsta sigri, þá munum við ná í fleiri eftir það."

„Tímabilið er enn frekar ungt, það er bara aðeins meira en þriðjungur búinn af tímabilinu held ég, það er nógur tími og nóg af stigum eftir. Við verðum bara að halda áfram að vera jákvæðir og ég er viss um að hlutirnir muni breytast."

Leicester mætir eins og áður segir Sunderland, en leikurinn er gríðarlega mikilvægur fyrir liðið í baráttunni sem er framundan.
Athugasemdir
banner
banner
banner