Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
Útvarpsþátturinn - Brottvísun sem eyðilagði leikinn
Niðurtalningin - Skemmtikraftarnir úr Kaplakrika
Niðurtalningin - Nýjar áherslur og spennandi tímar í Garðabænum
Niðurtalningin - Nýir tímar í Laugardalnum
Niðurtalningin - Hamingjan er í Víkinni
Hugarburðarbolti Þáttur 12
Niðurtalningin - Andinn á Sauðárkróki er einstakur
Enski boltinn - Er titilbaráttan bara búin?
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Niðurtalningin - Ásþórsdætur í Fylkisspjalli
Niðurtalningin - Ekki afskrifa Keflvíkingana
Útvarpsþátturinn - Kraftur í KR og umdeild dómgæsla
Enski boltinn - El Meistaradeildarveisla
Innkastið - Fljúgandi start og fullar stúkur
Hugarburðarbolti Þáttur 11
Mögnuð saga Diljár - Næstum hætt en ætlar nú á EM með Íslandi
Útvarpsþátturinn - Besti upphitunarþátturinn
Niðurtalningin - Gylfi Sig mættur á Hlíðarenda
Niðurtalningin - Bara ein leið til að toppa síðasta tímabil
Hugarburðarbolti Þáttur 10
   sun 03. desember 2017 12:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Ótrúlega skemmtilegt þegar Argentína kom upp
Icelandair
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr sér um að leikgreina Argentínu.
Freyr sér um að leikgreina Argentínu.
Mynd: Getty Images
„Ég er núna í Osló," sagði Freyr Alexandersson þegar Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon heyrðu í honum hljóðið í beinni útsendingu í Útvarpsþættinum Fótbolta.net á X977 í gær.

Freyr er landsliðsþjálfari kvenna en hann starfar líka sem leikgreinandi hjá karlalandsliðinu.

Freyr er þessa stundina á þjálfararáðstefnu í góðum hópi. Á meðal þeirra sem hafa flutt erindi á ráðstefnunni er Lars Lagerback, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og núverandi þjálfari Noregs.

„Hann er hress. Hann talaði nánast bara um Ísland allan tímann," sagði Freyr um Lars.

Freyr verður í hópi leikgreinanda (njósnara) sem koma til með að starfa fyrir íslenska landsliðið í kringum HM. Ísland dróst í riðil með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og Freyr kveðst sáttur með það.

„Við erum nokkuð vel settir varðandi að safna gögnum eftir þessa niðurstöðu á föstudag."

Króatíska liðið þekkjum við vel.

„Ef við tökum langt aftur í tímann, þegar við byrjuðum þetta samband okkar við Króatíu þá eru það örugglega einhverjar hundruðir blaðsíðna (sem við eigum um þá). En maður hendir einhverju og tekur nýtt inn."

Fær að njósna um Messi
Freyr fær það skemmtilega verkefni að fylgjast með Lionel Messi og félögum hans í argentíska landsliðinu.

„Ég ber alla ábyrgð á þessum fyrsta leik, varðandi njósnahlutann. Ég og Heimir töluðum saman áður en hann fór til Rússlands og vorum sammála um að það væri draumur að fá Brasilíu eða Argentínu, í sögulega samhenginu. Fyrir okkur skiptir engu máli við hvaða þjóð við spilum. Við horfðum svolítið þannig á það."

„Þegar Argentína kom upp fannst mér það ótrúlega skemmtilegt. Ég sendi nokkrar línur á Heimi, sagði að skýrslan væri klár og ég væri farinn á barinn," sagði Freyr léttur.

„Að öllu grínu slepptu er þetta fótboltalið sem hefur gríðarleg gæði og við munum reyna að finna einhverja veikleika. Við þurfum líka að finna út hvað hentar okkur best til þess að halda aftur af fallbyssunum þeirra. Þetta verður skemmtilegt verkefni."

„Þetta eru engir smá leikmenn en mér finnst okkar drengir þannig að þegar verkefnin stækka þá stækka þeir."

„Ekki bara glamúr og gleði"
Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Fyrir nokkrum árum var Freyr að þjálfa yngri flokka hjá Leikni í Breiðholti, nú er hann að fara að leikgreina Argentínu fyrir HM.

„Hann kleip mig í kynnina í gær, Rúnar Páll Sigmundsson (þjálfari Stjörnunnar) og sagði við mig 'ertu að átta þig á því hvað þú ert að fara að gera drengur?'," segir Freyr.

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta eru forréttindi, en maður hefur samt unnið fyrir þessu."

„Þetta er ekki bara glamúr og gleði. En fyrir íslenska fótbolta og fyrir mig, og alla sem koma að þessu, er þetta geggjað verkefni."

Viðtalið má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner