Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 03. desember 2017 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gattuso: Hefði verið betra að vera stunginn
Mynd: Getty Images
Gennaro Gattuso var vægast sagt ósáttur eftir 2-2 jafntefli AC Milan gegn Benevento í ítölsku úrvalsdeildinni í dag. „Það hefði verið betra að vera stunginn," sagði Gattuso sem var að stýra aðalliði AC Milan í fyrsta sinn á þjálfaraferlinum.

Vincenzo Montella var rekinn frá Milan í síðustu viku og harðjaxlinn Gennaro Gattuso var ráðinn í hans stað.

Gattuso er fyrrum leikmaður Milan og þekkir félagið inn og út. Hann hefur undanfarin reynt fyrir sér sem þjálfari og þjálfað Sion í Sviss, OFI Crete í Grikklandi sem og Palermo og Pisa á Ítalíu.

Hann hefur verið að þjálfa unglingalið Milan, en nú fær hann tækifæri með aðalliðið. Hann fékk enga draumabyrjun, 2-2 jafntefli gegn Benevento sem hafði ekki fengið stig í fyrstu 14 leikjum tímabilsins. Jöfnunarmark Benevento kom í uppbótartíma, en það gerði markvörðurinn Alberto Brignoli með hörkuskalla.

„Það er erfitt að fá á sig svona mark, þetta var skrýtið mark. Ég hefði aldrei búist við þessu."

„Í dag sleikjum við sárin. Við þurfum að bæta okkur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner