Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 03. desember 2017 17:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Dýrkeypt mistök Ögmundar - Albert ekki notaður
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson átti ekki góðan dag þegar Exelsior tapaði 3-1 gegn NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur gerði mistök eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan, en mistökin gerði hann í stöðunni 2-1, á meðan Excelsior var enn inn í leiknum. Þau voru því afar dýrkeypt.

Excelsior er í tíunda sæti deildarinnar, en NAC Breda var á botninum fyrir daginn, þeir eru ekki þar lengur.

PSV styrkti stöðu sína á toppnum með 1-0 sigri Sparta Rotterdam. Albert Guðmundsson var ónotaður varamaður.

PSV 1- 0 Sparta Rotterdam
1-0 Luuk de Jong ('52)

NAC Breda 3 - 1 Excelsior
1-0 Thierry Ambrose ('24, víti)
2-0 Thierry Ambrose ('48, víti)
2-1 Mike van Duinen ('66)
3-1 Paolo Fernandes ('77)





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner