sun 03. desember 2017 21:53
Kristófer Jónsson
Ítalía: Frábær endurkoma Lazio
Caicedo skoraði sigurmarkið í kvöld
Caicedo skoraði sigurmarkið í kvöld
Mynd: Getty Images
Sampdoria 1 - 2 Lazio
1-0 Duvan Zapata ('56 )
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('80 )
1-2 Felipe Caicedo ('90 )

Lokaleik dagsins í ítölsku úrvalsdeildinni var að ljúka rétt í þessu en þá tók Sampdoria á móti liði Lazio. Lazio sat fyrir leikinn í fimmta sæti deildarinnar þremur stigum á undan Sampdoria í því sjötta.

Ekkert mark var skorað í fyrri hálfleik en þegar rétt rúmlega tíu mínútur voru liðnar af þeim síðari kom Duvan Zapata heimamönnum yfir.

Staðan hélst þannig allt þangað til að tíu mínútur voru eftir af leiknum en þá jafnaði Sergej Milinkovic-Savic metin fyrir Lazio og stefndi allt í jafntefli.

Á lokamínútu leiksins skoraði hins vegar Felipe Caicedo sigurmarkið fyrir gestina og 2-1 sigur Lazio staðreynd.

Með sigrinum nær Lazio sex stiga forskoti á Sampdoria en bæði lið sitja enn sem fastast í fimmta og sjötta sæti deildarinnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 29 24 4 1 71 14 +57 76
2 Milan 29 19 5 5 55 33 +22 62
3 Juventus 29 17 8 4 44 23 +21 59
4 Bologna 29 15 9 5 42 25 +17 54
5 Roma 29 15 6 8 55 35 +20 51
6 Atalanta 28 14 5 9 51 32 +19 47
7 Napoli 29 12 9 8 44 33 +11 45
8 Fiorentina 28 12 7 9 41 32 +9 43
9 Lazio 29 13 4 12 36 33 +3 43
10 Monza 29 11 9 9 32 36 -4 42
11 Torino 29 10 11 8 28 26 +2 41
12 Genoa 29 8 10 11 31 36 -5 34
13 Lecce 29 6 10 13 26 45 -19 28
14 Udinese 29 4 15 10 28 44 -16 27
15 Verona 29 6 8 15 26 39 -13 26
16 Cagliari 29 6 8 15 29 50 -21 26
17 Empoli 29 6 7 16 22 43 -21 25
18 Frosinone 29 6 6 17 37 60 -23 24
19 Sassuolo 29 6 5 18 33 56 -23 23
20 Salernitana 29 2 8 19 23 59 -36 14
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner