sun 03. desember 2017 20:24
Ívan Guðjón Baldursson
Slutsky rekinn frá Hull City (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hull City er búið að reka Leonid Slutsky úr stjórastólnum eftir slaka byrjun á tímabilinu.

Hull er þremur stigum frá fallsæti í Championship deildinni og aðeins búið að fá 3 stig úr síðustu 7 leikjum.

Slutsky tók við félaginu í júní eftir sjö ár með CSKA Moskvu og eitt með rússneska landsliðinu, sem hann stýrði samhliða CSKA frá 2015 til 2016.

„Ég vil senda öllum hjá Hull City innilegar þakkir fyrir samstarfið á tíma mínum hér. Ég er mjög stoltur fyrir þessa upplifun," sagði Slutsky.

„Hull City mun alltaf eiga stað í hjarta mínu og ég óska félaginu alls hins besta í framtíðinni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner