sun 03. desember 2017 17:09
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Valencia tapaði óvænt
Valencia gat saxað á forskot Barcelona.
Valencia gat saxað á forskot Barcelona.
Mynd: Getty Images
Valencia missteig sig í deild þeirra bestu á Spáni í dag, sunnudag. Liðið gat saxað forskot Barcelona á toppnum niður í tvö stig og sett pressu með sigri, en allt kom fyrir ekki.

Valencia sótt Getafe heim og fékk góða gjöf snemma þegar Mauro Arambarri, leikmanni Getafe, var vikið af velli með rautt spjald.

Valencia nýtti sér ekki liðsmuninn sem skildi og lenti undir á 66. mínútu eftir mark Markel Bergara. Það reyndist eina mark leiksins og lokatölur 1-0 fyrir Getafe, óvænt svo ekki sé meira sagt.

Valencia er áfram í öðru sæti, fimmt stigum á eftir Barcelona.

Úrslitin úr leik Getafe og Valencia voru ekki einu óvæntu úrslit dagsins á Spáni því Leganes vann 3-1 sigur á Villareal fyrr í dag.

Getafe 1 - 0 Valencia
1-0 Markel Bergara ('66 )
Rautt spjald: Mauro Arambarri, Getafe ('26)

Leganes 3 - 1 Villarreal
0-1 Dani Raba ('60 )
1-1 Diego Rico ('72 )
2-1 Nabil El Zhar ('81 )
3-1 Gabriel ('90 )
Athugasemdir
banner
banner