Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 03. desember 2017 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Umtiti frá næstu átta vikurnar
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn trausti Samuel Umtiti verður frá næstu átta vikurnar vegna meiðsla aftan í læri.

Hann meiddist í 2-2 jafntefli Barcelona gegn Celta Vigo. Meiðslin komu á slæmum tímapunkti, þegar hann var að elta Iago Aspas sem lagði svo upp jöfnunarmark Celta á 70. mínútu.

Javier Mascherano er einnig meiddur og því er Thomas Vermaelen eini kosturinn í miðvarðarstöðuna með Gerard Pique. Þar að segja ef Ernesto Valverde vill spila með hreinræktaðan miðvörð við hlið Pique, hann gæti t.d. líka fært Sergio Busquets aftar. Vermaelen kom inn á í stað Umtiti í jafnteflinu gegn Celta.

„Að missa Samuel er mikið áfall, hann var í frábæru formi," sagði Valverde, þjálfari Börsunga, aðspurður út í meiðslin.
Athugasemdir
banner
banner