Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 04. febrúar 2013 15:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: Sky 
Daniel Sturridge dregur sig úr enska landsliðshópnum
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge, leikmaður Liverpool, hefur dregið sig úr enska landsliðshópnum fyrir vináttuleikinn gegn Brasilíu á miðvikudag.

Sturridge meiddist á læri fljótlega eftir að hann skoraði í fyrri hálfleiknum í leik Liverpool og Manchester City í gær.

Þessi 23 ára gamli leikmaður hélt leik áfram en hann fór síðan af velli undir lokin.

Jermain Defoe meiddist einnig á ökkla í leik Tottenham og WBA í gær og hann verður ekki með í leiknum á miðvikudag.

Wayne Rooney og Danny Welbeck eru því einu framherjarnir sem eru eftir í hópnum en Roy Hodgson gæti einnig notað Theo Walcott í fremstu víglínu.
Athugasemdir
banner
banner