Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fim 04. febrúar 2016 10:00
Magnús Már Einarsson
144 milljóna punda tilboð í Neymar
Powerade
Verður Neymar dýrasti leikmaður sögunnar.
Verður Neymar dýrasti leikmaður sögunnar.
Mynd: Getty Images
Aftur til Atletico Madrid?
Aftur til Atletico Madrid?
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr ensku blöðunum í dag.



Aleksandar Kolarov ætlar að hætta við að fara frá Manchester City í Serie A í sumar þar sem hann vill starfa með Pep Guardiola. (Manchester Evening News)

Faðir Neymar segir að ónefnt félag hafi boðið 144,4 milljónir punda í leikmanninn. (Sun)

Samningaviðræður Victor Wanyama og Southampton ganga illa. Arsenal og Tottenham vilja fá miðjumanninn. (Daily Mirror)

Aston Villa er að gera áætlanir ef Remi Garde hættir með liðið. (Birmingham Mail)

Asmir Begovic er tilbúinn að yfirgefa Chelsea í sumar en hann er ósáttur við fá tækifæri. (Sun)

Daniel Sturridge er byrjaður að æfa á fullu með Liverpool en ólíklegt er að hann spili gegn Sunderland á laugaradag. (Liverpool Echo)

Alex Teixeira, leikmaður Shakhtar Donetsk, er líklega á leið til kínverska félagsins Jiangsu Suning á 37 milljónir punda. Teixeira var sterklega orðaður við Liverpool í janúar. (Calciomercato)

Fenerbahce segir að félagið geti ekki keypt Lazar Markovic frá Liverpool, ekki einu sinni fyrir 20 milljónir punda. Markovic er í láni hjá Fenerbahce frá Liverpool. Independent)

Ashley Cole fær 4000 pund í vikulaun hjá LA Galaxy sem er margfalt minna en hann hefur fengið hjá öðrum félögum á ferlinum. (LA Times)

Leicester var nálægt því að selja Jamie Vardy til Sheffield Wednesday á fimm milljónir punda síðastliðið sumar. (Football Insider)

Leicester reyndi að fá Ronaldinho í sínar raðir í janúar. (Mundo Deportivo)

Atletico Madrid ætlar að kaupa Diego Costa frá Chelsea í sumar til að fylla skarð Jackson Martinez sem er farinn til Guangzhou Evergrande. (Daily Mail)

West Ham er að skipuleggja æfingaleik við Barcelona þann 3. ágúst en það á að vera fyrsti leikur liðsins á Ólympíuleikvanginum í London. (Sun)

Ben Foster, markvörður WBA, hefur sagt Saido Berahino að hætta að nota samfélagsmiðla. (Birmingham Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner