Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 04. febrúar 2016 21:53
Ívan Guðjón Baldursson
Björn Bergmann: Þetta er búið að vera skrítið
Mynd: Getty Images
Björn Bergmann Sigurðarson, sóknarmaður Wolves í ensku Championship deildinni, fór í ítarlegt viðtal sem má hlusta á hér fyrir neðan.

Björn Bergmann kom til Úlfanna fyrir meira en þremur árum síðan og hefur komið við sögu í 57 deildarleikjum og verið lánaður út til Molde og Kaupmannahafnar.

Á tímabili virtist framtíð Björns hjá Úlfunum ekki vera björt, sérstaklega í ljósi erfiðra bakmeiðsla, en núna er hann sáttur með stöðu mála og spenntur fyrir framhaldinu.

„Þetta hefur verið frekar skrítið, það eru meira en þrjú ár síðan ég kom hingað, þá spilaði ég nokkra leiki og var svo lánaður út," sagði Björn Bergmann í viðtali við Wolves Player HD.

„Þetta er búið að vera skrítið en spennandi á sama tíma, það er mjög gott að vera byrjaður að spila aftur fyrir félagið.

„Ég neita því ekki að það hvarflaði að mér að tíma mínum hjá Wolves væri lokið en svo átti ég gott spjall við stjórann og hann sagði mér að ég þyrfti að sanna mig til að fá að spila.

„Mér finnst ég vera búinn að standa mig vel síðustu vikurnar og ætla að gera mitt besta til að spila reglulega."


Björn Bergmann byrjaði síðasta leik Úlfanna í deild gegn Bolton og lauk honum með 2-2 jafntefli.


Athugasemdir
banner
banner