fim 04. febrúar 2016 13:00
Magnús Már Einarsson
Canizares. Neville á að segja af sér og biðjast afsökunar
Canizares er brjálaður.
Canizares er brjálaður.
Mynd: Getty Images
Santiago Canizares, fyrrum markvörður Valencia, vill að Gary Neville segi af sér sem þjálfari liðsins á stundinni.

Valencia tapaði 7-0 gegn Barcelona í spænska bikarnum gær en liðið hefur heldur ekki unnið í þeim átta deildarleikjum sem Neville hefur stýrt liðinu.

„Ég býst við að þjálfarinn segi af sér og biðjist afsökunar. Ég er kannski hrokafullur en ég er hissa á að hann sé ekki búinn að segja upp. Ég hélt að hann væri hreinskilinn," sagði Canizares.

Canizares, sem lék yfir 400 leiki með Valencia á sínum tíma, vill einnig að Jesus Garcia Pitarch, yfirmaður íþróttamála, íhugi stöðu sína hjá félaginu.

Sjálfur var Neville í viðtali eftir leikinn spurður í þrígang hvort hann ætlaði að segja upp. Hann svaraði fyrst nei og neitaði svo að svara aftur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner