banner
   fim 04. febrúar 2016 08:00
Óðinn Svan Óðinsson
Ekki allt Van Gaal að kenna
Jesse Lingard
Jesse Lingard
Mynd: Getty Images
Jesse Lingard, leikmaður Manchester United vill ekki skella allri skuld á Lou­is van Gaal ,þjálfara liðsins, vegna dapurs gengi liðsins í vetur. Lingard seg­ir að leikmenn liðsins beri fulla ábyrð á gengi liðsins.

United sem situr í 5. sæti deildarinnar eftir 24 umferðir sigraði Stoke í gær, 3:0, og var það í fyrsta skipti í þrjá mánuði sem liðið vinn­ur tvo leiki í röð. Áður hafði liðinu tekist að vinna nokkuð þægilegan sigur á Derby í enska bikarnum.

Þó úr­slit­in hafi ekki alltaf dottið með okk­ur, þá er það ekki alfarið stjór­an­um að kenna,“ sagði Lingard en hann hefur fengið mikið traust frá Van Gaal í vetur og spilað mikið.

Lingard er greinilega bjartsýnn á framhaldið og er ánægður með spilamennsku liðsins í síðustu leikjum „Við erum að spila frjálsari leik og það er mikil orka í liðinu,” bætti Lingard við.
Athugasemdir
banner
banner
banner