fim 04. febrúar 2016 15:30
Magnús Már Einarsson
Flest meiðsli hjá Manchester liðunum og Liverpool
Aguero hefur meiðst nokkrum sinnum á tímabilinu.
Aguero hefur meiðst nokkrum sinnum á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Leikmenn Manchester City hafa meiðst 51 sinni á þessu tímabili samkvæmt töflu sem physioroom.com hefur búið til.

Um er að ræða flest meiðsli allra liða í ensku úrvalsdeildinni en Liverpool kemur næst með 41 meiðsli, einu meira en Manchester United.

Lykilmenn hjá City eins og Sergio Aguero, Yaya Toure, Vincent Kompany og David Silva hafa meiðst nokkrum sinnum á tímabilinu.

Topplið Leicester hefur sloppið vel við meiðsli en leikmenn liðsins hafa meiðst samtals 15 sinnum á þessu tímabili.

Flest meiðsli á tímabilinu
Man City 51
Liverpool 41
Man Utd 40
Sunderland 39
Stoke 37
Newcastle 37
West Ham 29
Crystal Palace 29
Aston Villa 29
Tottenham 28
Chelsea 27
Bournemouth 26
Everton 26
Arsenal 22
Southampton 21
West Brom 19
Leicester 15
Swansea 13
Norwich 11
Watford 10
Athugasemdir
banner
banner
banner