Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. febrúar 2016 12:34
Elvar Geir Magnússon
Gömul ummæli Neville um Barcelona fölsuð
Ekki trúa öllu sem þú lest
Fyndið... en er algjört bull.
Fyndið... en er algjört bull.
Mynd: Twitter
Það er auðvelt að bulla á internetinu. Eftir 7-0 tap Valencia gegn Barcelona í gær fór meðfylgjandi mynd á flug þar sem birt voru ummæli sem Gary Neville, núverandi stjóri Valencia, átti að hafa sagt hjá Sky Sports á sínum tíma.

Neville átti að hafa sagt að ef hann myndi tapa 7-0 gegn Barcelona gæti hann ekki lengur horft framan í fjölskyldu sína.

Ummælin hafa reynst algjör skáldskapur því Neville lét þetta ekki út úr sér eins og Independent hefur uppljóstrað. Á myndinni er vitnað í dagsetningu sem er frá miðvikudegi en MNF þátturinn sem Neville var í er á mánudögum eins og flestir vita.

Fréttamenn Independent gerðu heljarinnar leit að þessum ummælum án árangurs og er niðurstaðan sú að einhver grínisti hefur náð að gabba gríðarlegan fjölda fótboltaáhugamanna og nokkra íþróttafréttamenn.

Myndin sem notuð var til að búa til gabbið er sú fyrsta sem kemur upp á google ef þú skrifar 'Gary Neville analysis'.



Paddy Power veðbankinn hefur gert skemmtilegt grín að því hvernig fólk hefur labbað í gildruna.


Athugasemdir
banner
banner