Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fim 04. febrúar 2016 14:14
Magnús Már Einarsson
Gregg Ryder: Fáum að minnsta kosti tvo leikmenn í viðbót
Gregg Ryder, Thiago Pinto Borges og Ótthar Edvardsson.
Gregg Ryder, Thiago Pinto Borges og Ótthar Edvardsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Hann er mjög skapandi leikmaður. Hann er 27 ára og hefur spilað lengi í Danmörku svo hann hefur aðlagast menningunni þar. Hann getur skapað og skorað mörk og hann er spennandi leikmaður," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar, um brasilíska leikmanninn Thiago Pinto Borges sem samdi við félagið í dag.

Þróttarar hafa ekki unnið leik á þessu ári en þeir tóku þátt bæði í Fótbolta.net mótinu og Reykjavíkurmótinu. Gregg hefur engar áhyggjur af því.

„Við náum aldrei góðum úrslitum í janúar, febrúar, mars og apríl og allir afskrifa okkur. Það er í góðu lagi. Við fáum engin stig fyrir að vinna leiki núna. Þetta snýst allt um maí og við munum toppa þá."

Þróttarar eru ekki hættir á leikmannamarkaðinum en þeir ætla að styrkja sig meira fyrir sumarið.

„Oddur Björnsson sleit krossband og við þurfum að fá mann í hans stað á miðjuna. Við erum ennþá að skoða vinstri bakverði. Við þurfum að styrkja okkur fyrir Pepsi-deildina. Við fáum að minnsta kosti tvo leikmenn. Við viljum fá íslenska leikmenn, við viljum hafa eins marga Íslendinga og við getum en ef það gengur ekki þá skoðum við aðra möguleika eins og við höfum gert með Thiago."

Markvörðurinn Arnar Darri Pétursson kom til Þróttar frá Stjörnunni í vikunni. Hann mun berjast við Trausta Sigurbjörnsson um markvarðar stöðuna.

„Hann kemur til að ná í markvarðastöðuna. Hann vill berjast og vera númer eitt. Hann er mjög góður og reyndur markvörður. Við sjáum hvernig þetta þróast," sagði Gregg.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner