Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. febrúar 2016 17:00
Fótbolti.net
Hverjir verða í íslenska landsliðshópnum á EM?
Kolbeinn og Aron eru á leið til Frakklands.
Kolbeinn og Aron eru á leið til Frakklands.
Mynd: Guðmundur Karl
Hannes er að verða klár eftir meiðsli.
Hannes er að verða klár eftir meiðsli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári og Raggi fara á EM.  Hörð samkeppni er um aðrar miðvarða stöður í hópnum.
Kári og Raggi fara á EM. Hörð samkeppni er um aðrar miðvarða stöður í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári verður í treyju númer 22 í Frakklandi.
Eiður Smári verður í treyju númer 22 í Frakklandi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi hefur staðið sig mjög vel í vináttuleikjum að undanförnu.
Arnór Ingvi hefur staðið sig mjög vel í vináttuleikjum að undanförnu.
Mynd: Getty Images
Á leið til Frakklands.
Á leið til Frakklands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eftir þrjá vináttuleiki í janúar þá á íslenska landsliðið einungis eftir að spila tvo vináttleiki gegn Danmörku og Grikklandi í mars áður en hópurinn sem fer á EM verður tilkynntur í lok maí.

Fótbolti.net veltir hér að neðan fyrir sér líklegum möguleikum í 23 manna hópinn sem fer á EM í sumar.

Samkvæmt talningu Fótbolta.net ættu 17 leikmenn að geta fundið vegabréfin sín í dag og farið af stað til Frakklands. Hörð barátta er um hin sex sætin og til að mynda hefur baráttan um sæti í vörninni ekki verið jafn hörð lengi.

Eins er erfitt að spá fyrir um hvort Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson taki fjóra bakverði eða fjóra kantmenn.

Markverðir:


Öruggir til Frakkands
Hannes Þór Halldórsson (NEC Nijmegen)
Ögmundur Kristinsson (Hammarby)

Hannes er aðalmarkvörður landsliðsins og hann er allur að koma til eftir aðgerð á öxl í október. Ögmundur hefur fengið tækifærið í vináttuleikunum að undanförnu og virðist vera númer tvö í augum þjálfaranna.

Eru í baráttunni:
Gunnleifur Gunnleifsson (Breiðablik)
Ingvar Jónsson (Sandefjord)
Haraldur Björnsson (Östersund)

Ef Hannes og Ögmundur fara með þá er eitt laust sæti eftir. Allar líkur eru á að Gunnleifur Gunnleifsson taki það. Mikill reynslubolti sem hefur verið lengi í hópnum. Ingvar Jónsson vonast þó einnig eftir kallinu.

Bakverðir:


Öruggir til Frakklands:
Birkir Már Sævarsson (Hammarby)
Ari Freyr Skúlason (OB)
Haukur Heiðar Hauksson (AIK)

Birkir og Ari áttu bakvarðar stöðurnar í undankeppninni. Haukur hefur komið sterkur inn í síðustu vináttuleikjum og fer með.

Eru í baráttunni:
Diego Jóhannesson (Oviedo)
Hörður Björgvin Magnússon (Cesena)
Theodór Elmar Bjarnason (Randers)
Kristinn Jónsson (Sarpsborg)
Hjörtur Logi Valgarðsson (Örebro)

Diego Jóhannesson hefur spilað frábærlega með Real Oviedo en hann fékk ekki að byrja gegn Bandaríkjunum og talar litla íslensku. Hann gæti þurft meiri tíma áður en tækifærið kemur. Óvíst er hvort að annar örvfættur bakvörður fari með eða hvort Ari Freyr Skúlason verði eini vinstri fótar bakvörðurinn í hópnum. Hörður Björgvin Magnússon, Kristinn Jónsson og Hjörtur Logi Valgarðsson hafa verið til skiptis í síðustu hópum en Birkir Már Sævarsson var prófaður í vinstri bakverði gegn Bandaríkjunum og Slóvakíu. Birkir gæti spilað vinstri bakvörð ef Ari meiðist og þá myndi Haukur koma inn hægra megin. Theodór Elmar Bjarnason gæti síðan verið í hópnum sem möguleiki bæði í bakverði og á kantinum.

Miðverðir:


Öruggir til Frakklands:
Kári Árnason (Malmö)
Ragnar Sigurðsson (Krasnodar)

Verða í hjarta varnarinnar á EM. Stóðu vaktina frábærlega í undankeppnina.

Eru í baráttunni:
Sölvi Geir Ottesen (Wuhan Zall)
Hallgrímur Jónasson (OB)
Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)
Sverrir Ingi Ingason (Lokeren)
Jón Guðni Fjóluson (Norrköping)

Tvö laus sæti eru í hópnum fyrir miðverði. Sölvi og Hallgrímur voru til vara fyrir Sölva og Kára í undankeppninni. Hólmar, Sverrir og Jón Guðni hafa hins vegar verið að banka fast á dyrnar. Skref Sölva að fara í B-deildina í Kína í dag er ekki að auka möguleika hans á sæti í hópnum.

Miðjumenn:


Öruggir til Frakklands:
Aron Einar Gunnarsson (Cardiff)
Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea)
Eiður Smári Guðjohnsen (Án félags)
Emil Hallfreðsson (Udinese)

Gylfi og Aron eru að sjálfsögðu á leiðinni til Frakklands. Emil hefur verið fastamaður í hópnum í fjölda ára en hann getur spilað bæði á miðjunni sem og á kantinum. Eiður Smári verður pottþétt í hópnum að mati Fótbolta.net. Reynsla hans vegur þungt og hann verður í fyrsta landsliðinu sem fer á stórmót.

Eru í baráttunni:
Rúnar Már Sigurjónsson (Gif Sundsvall)
Ólafur Ingi Skúlason (Genclerbirligi)
Eggert Gunnþór Jónsson (Fleetwood)
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)

Líklega er eitt laust sæti í hópnum fyrir miðjumann. Þar er hörð barátta á milli Rúnars og Ólafs Inga. Eggert Gunnþór Jónsson er líka farinn að banka hraustlega á dyrnar eftir langa fjarveru í landsliðinu en hann hefur staðið sig vel með Fleetwood Town. Erfitt að spá fyrir um hver verður á ofan í þessari baráttu. Eitthvað sem gæti ráðist á lokametrunum.

Kantmenn:


Öruggir til Frakklands:
Birkir Bjarnason (Basel)
Jóhann Berg Guðmundsson (Charlton)
Arnór Ingvi Traustason (Norrköping)

Birkir og Jóhann Berg spiluðu á köntunum í undankeppninni og verða í Frakklandi í sumar. Arnór Ingvi varð meistari í Svíþjóð með Norrköping og hefur staðið sig frábærlega í fyrstu landsleikjunum. Er að negla sæti í hópnum.

Eru í baráttunni:
Elías Már Ómarsson (Valerenga)
Rúrik Gíslason (Nurnberg)
Theodór Elmar Bjarnason (Randers)

Rúrik hefur verið meiddur undanfarna mánuði og þarf að komast í sitt fyrra form ef hann ætlar með. Mögulega verða Jóhann, Birkir og Arnór einu kantmennirnir þar sem Emil Hallfreðsson getur spilað á kantinum líka. Theodór Elmar gæti farið inn sem möguleiki á bæði kant og í bakverði.

Sóknarmenn:


Öruggir til Frakklands:
Kolbeinn Sigþórsson (Nantes)
Alfreð Finnbogason (Augsburg)
Jón Daði Böðvarsson (Kaiserslautern)
Viðar Örn Kjartansson (Malmö)

Þessir sóknarmenn spiluðu í undankeppninni. Alfreð spilaði minna en Kolbeinn og Jón Daði en minnti hressilega á sig með mörkum gegn Póllandi og Slóvakíu í nóvember. Viðar skoraði gegn Sameinuðu arabísku Furstadæmunum á dögunum og kom við sögu í þremur leikjum í undankeppninni.

Eru í baráttunni:
Arnór Smárason (Hammarby)
Matthías Vilhjálmsson (Rosenborg)
Kjartan Henry Finnbogason (Horsens)

Framherjarnir fjórir í hópnum virðast vera nokkuð öruggir. Þessir eru líklega næstir inn ef einhver meiðsli koma upp eða einhver þeirra kemst á mikið skrið.
Athugasemdir
banner
banner