Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. febrúar 2016 11:30
Elvar Geir Magnússon
McClaren sakar leikmenn um að leggja sig ekki fram
Það gengur bölvanlega hjá McClaren.
Það gengur bölvanlega hjá McClaren.
Mynd: Getty Images
Steve McClaren, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að frammistaða sinna manna í gær hafi verið með öllu óásættanleg. Newcastle tapaði 3-0 fyrir Everton í ensku úrvalsdeildinni og er liðið í fallsæti.

Newcastle eyddi mest allra félaga í ensku úrvalsdeildinni í janúarglugganum og voru Andros Townsend, Jonjo Shelvey og Henri Saivet allir í byrjunarliðinu í gær.

„Við töluðum um að við mættum ekki klúðra leikjum núna en það var nákvæmlega það sem við gerðum. Við töldum okkur geta komið hingað og náð úrslitum til til þess þyrftu allir að sýna sitt rétta andlit. Það voru of margir leikmenn sem lögðu sig ekki nægilega fram og við höfum ekki efni á því," segir McClaren.

„Of margir leikmenn voru langt frá sínu besta og því töpuðum við. Það er óásættanlegt hvernig liðið spilaði. Um helgina verða 52 þúsund manns sem mæta og krefjast þess að við sýnum allt annað gegn West Brom."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner