Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. febrúar 2016 11:10
Elvar Geir Magnússon
Neville ætlar ekki að segja upp
Spjótin beinast að þessum manni.
Spjótin beinast að þessum manni.
Mynd: Getty Images
Skotin hrannast yfir Gary Neville, þjálfara Valencia, á Twitter og öðrum samskiptamiðlum. Liðið tapaði 7-0 fyrir Barcelona í bikarnum í gær.

Valencia er í tólfta sæti spænsku deildarinnar en gengi liðsins hefur ekkert batnað eftir að Neville tók við stjórnartaumunum. Sífellt fleiri stuðningsmenn kalla eftir því að hann stígi frá borði.

Sjálfur var Neville í viðtali eftir leikinn spurður í þrígang hvort hann ætlaði að segja upp. Hann svaraði fyrst nei og neitaði svo að svara aftur.

Neville talaði þó um að frammistaðan hefði verið óásættanleg og sársaukafullt hafi verið að horfa upp á þetta.

„Ég mun ekki sofa vel í nótt. Mér var illa við það sem ég sá. Við gerðum svo mikið af barnalegum mistökum sem er bannað að gera þegar þú spilar fyrir svona stórt félag," sagði Neville.

Íþróttastjóri Valencia, Jesus Garcia Pitarch, vildi ekki gefa nein skýr svör um framtíð Neville. Sagði ekki tímabært að reyna að útskýra þetta tap en bað stuðningsmenn afsökunar á frammistöðu liðsins.
Athugasemdir
banner
banner