Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 04. febrúar 2016 20:54
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Leiknir í úrslit eftir vítaspyrnukeppni
Ólafur Hrannar Kristjánsson var í lykilhlutverki er Leiknir kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Fjölni.
Ólafur Hrannar Kristjánsson var í lykilhlutverki er Leiknir kom til baka eftir að hafa lent tveimur mörkum undir gegn Fjölni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leiknir R. 3 - 3 Fjölnir (8-7 eftir vítaspyrnukeppni)
0-1 Guðmundur Karl Guðmundsson ('8)
0-2 Birnir Snær Ingason ('26)
1-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('54)
2-2 Elvar Páll Sigurðsson ('61)
3-2 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('78)
3-3 Þórir Guðjónsson ('80)
Vítaspyrnukeppni:
4-3 Sindri Björnsson ('90, víti)
4-4 Aron Sigurðarson ('90, víti)
5-4 Atli Arnarson ('90, víti)
5-5 Þórir Guðjónsson ('90, víti)
6-5 Ingvar Ásbjörn Ingvarsson ('90, víti)
6-6 Gunnar Már Guðmundsson ('90, víti)
7-6 Kristján Páll Jónsson ('90, víti)
7-7 Guðmundur Karl Guðmundsson ('90, víti)
8-7 Ólafur Hrannar Kristjánsson ('90, víti)
8-7 Birnir Snær Ingason ('90, misnotað víti)

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum

Leiknir R. mætir annað hvort Val eða Víkingi R. í úrslitaleik Reykjavíkurmóts karla á mánudaginn eftir dramatískan sigur gegn Fjölni í kvöld.

Liðin mættust í Egilshöllinni og byrjaði leikurinn með látum, þar sem Fjölnismenn áttu skot í slá og niður, en óljóst var hvort boltinn hafði farið inn eða ekki og ekkert mark var dæmt.

Skömmu síðar skoraði Guðmundur Karl Guðmundsson fyrsta mark leiksins eftir afleit varnarmistök Friðjóns Magnússonar í vörn Leiknismanna.

Landsliðsmaðurinn Aron Sigurðarson var á ferðinni um miðjan fyrri hálfleik þar sem hann renndi boltanum innfyrir vörn Leiknis og beint á Birni Snæ Ingason sem kláraði vel og tvöfaldaði forystuna.

Fjölnismenn voru verðskuldað yfir í hálfleik og virtist engin leið til baka fyrir Leiknismenn, þar til Ólafur Hrannar Kristjánsson minnkaði muninn snemma í síðari hálfleik með furðulegu marki eftir varnar- og markmannsmistök Fjölnismanna.

Elvar Páll Sigurðsson jafnaði leikinn fyrir Leikni skömmu síðar þegar hann fékk glæsilega stoðsendingu frá Kristjáni Páli Jónssyni, fór framhjá varnarmanni og kláraði vel.

Endurkoma Leiknismanna virtist vera fullkomnuð á 78. mínútu þegar Ólafur Hrannar gerði fimmta mark leiksins, en tveimur mínútum síðar jafnaði Þórir Guðjónsson.

Fjölnismenn komust nálægt því að krækja í sigurinn í uppbótartíma, en það tókst ekki og fór leikurinn því beint í vítaspyrnukeppni þar sem Leiknismenn höfðu betur og unnu 5-4.

Seinni undanúrslitaleikur kvöldsins er hafinn, þar sem Valur mætir Víkingi R. í Egilshöllinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner