Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. febrúar 2016 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Skrifar undir atvinnumannasamning við Wolfsburg í FIFA
David Bytheway að spila FIFA í Wolfsburg treyju.
David Bytheway að spila FIFA í Wolfsburg treyju.
Mynd: Twitter
Enski FIFA spilarinn David, sem kallar sig David Bytheway, er búinn að skrifa undir samning við þýska stórveldið Wolfsburg.

David er aðeins 22 ára gamall og hefur verið meðal allra bestu FIFA spilara heims síðustu ár.

David mun því spila alla opinbera FIFA leiki klæddur varningi frá Wolfsburg og býst við því að fleiri knattspyrnufélög byrji að ráða FIFA spilara til að auglýsa sig á alþjóðlegum vettvangi.

„Þetta er risastórt skref í FIFA heiminum, að stórt félag eins og Wolfsburg sé að koma sér inn í tölvuleikjaheiminn," sagði David við BBC.

„Þetta byrjaði þannig að ég var að spila við félagana og vildi vera bestur af þeim, svo núna er ég allt í einu orðinn partur af alvöru knattspyrnufélagi.

„Ég vona að fleiri knattspyrnufélög feti í spor Wolfsburg og að ensk úrvalsdeildarfélög sjái möguleikana í þessu."


Tölvuleikjaheimurinn er gríðarlega stór og það verður spennandi að sjá hvernig þetta samstarf þróast, en sem dæmi þá horfðu 34 milljónir á HM í League of Legends tölvuleiknum í fyrra. FIFA hefur aldrei komist nálægt þeim hæðum í áhorfendatölum, en þetta er vissulega skref í rétta átt.
Athugasemdir
banner
banner