Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. febrúar 2016 14:01
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Geir Ottesen í kínversku B-deildina (Staðfest)
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Kínverska B-deildarfélagið Wuhan Zall hefur tilkynnt um kaup á íslenska varnarmanninum Sölva Geir Ottesen frá Jiangsu Suning.

Sölvi varð bikarmeistari með Jiangsu á liðnu tímabili en liðið er nú orðið Íslendingalaust þar sem sóknarmaðurinn Viðar Örn Kjartansson fór til Malmö í Svíþjóð.

Vefsíðan transfermarkt.com segir að Wuhan Zall hafi keypt Sölva á 650 þúsund evrúr.

Wuhan Zall er frá borginni Wuhan og spilar á leikvangi sem tekur 22 þúsund áhorfendur. Félagið er stofnað 2009 og lék í efstu deild 2013 en það er eina tímabil liðsins í deild þeirra bestu.

Sölvi er 31 árs gam­all miðvörður sem er uppalinn hjá Víkingi Reykjavík. Á atvinnumannaferlinum hefur hann leikið í Svíþjóð, Danmörku, Rússlandi og nú Kína.

Hann lék einn leik með íslenska landsliðinu í undankeppninni fyrir EM en alls á hann 28 landsleiki að baki.

Athugasemdir
banner
banner