Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 04. febrúar 2016 21:22
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Sevilla valtaði yfir Celta Vigo í undanúrslitum
Mynd: Getty Images
Sevilla 4 - 0 Celta Vigo
0-0 Kevin Gameiro ('27, misnotað víti)
1-0 Adil Rami ('45)
2-0 Kevin Gameiro ('59)
3-0 Kevin Gameiro ('62)
4-0 Michael Krohn-Dehli ('87)

Það bendir allt til þess að Sevilla mæti Barcelona í úrslitum spænska Konungsbikarsins.

Barcelona slátraði Valencia í gær, með sjö mörkum gegn engu, og Sevilla valtaði yfir Celta Vigo í dag með fjórum mörkum gegn engu.

Kevin Gameiro gerðu tvö mörk og misnotaði vítaspyrnu í leik kvöldsins og þá lagði Ever Banega, sem er líklega á leið til Inter í sumar, tvö mörk upp.

Michael Krohn-Dehli skoraði og lagði upp og þá skoraði franski miðvörðurinn Adil Rami einnig.

Síðari leikurinn verður spilaður á heimavelli Celta Vigo að viku liðinni, og það verður að teljast gífurlega ólíklegt að heimamönnum takist að snúa viðureigninni sér í hag.
Athugasemdir
banner
banner
banner