mið 04. mars 2015 12:19
Elvar Geir Magnússon
Alexander Aron hættur í Fjarðabyggð
Alexander Aron Davorsson.
Alexander Aron Davorsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Alexander Aron Davorsson hefur komist að samkomulagi við Fjarðabyggð um riftun á samningi hans af fjölskylduástæðum.

Alexander gekk í raðir Fjarðabyggðar, sem er nýliði í 1. deild, í nóvember síðastliðnum frá Aftureldingu.

,,Ég fer frá Fjarðabyggð af fjölskylduástæðum. Ég hefði gjarnan viljað spila með liðinu í sumar en því miður gengur það ekki upp. Fjarðabyggð er flott félag og ég vil þakka þeim fyrir samstarfið," segir Alexander.

,,Ég veit ekkert hvar ég mun spila í sumar. Ég komst að samkomulagi um starfslok hjá Fjarðabyggð í gær og ég hef ekki farið í viðræður við önnur félög ennþá."

Hann var næstmarkahæsti leikmaður 2. deildar á síðasta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner