Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 04. mars 2015 09:00
Alexander Freyr Tamimi
Carlton Cole ákærður fyrir ummæli á Twitter
Carlton Cole þarf að fara varlega á Twitter.
Carlton Cole þarf að fara varlega á Twitter.
Mynd: Getty Images
Atvinnumenn í knattspyrnu verða að velja af kostgæfni það sem þeir kjósa að segja á samfélagsmiðlinum Twitter og þar er Carlton Cole engin undantekning.

Þessi framherji West Ham hefur nú verið ákærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir ummæli sín í garð stuðningsmann Tottenham eftir 2-2 jafntefli liðanna á White Hart Lane þann 22. febrúar.

Stuðningsmaðurinn skaut léttum skotum á Cole, sem tók því afar illa og sagði honum að fara í rassgat. Kallaði hann manninn jafnframt miður fallegum nöfnum.

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur nú ákveðið að refsa Cole fyrir ummælin og hefur hann til 18:00 til að svara til saka.

Cole hefur spilað 17 leiki fyrir West Ham á tímabilinu og skorað þrjú mörk, en hann var sektaður um 20.000 pund af knattspyrnusambandinu fyrir ummæli á Twitter þann 11. apríl 2011 í tengslum við vináttulandsleik Englands og Gönu.
Athugasemdir
banner
banner