Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 17:46
Magnús Már Einarsson
Daniel Ivanovski á leið í Fjölni
Ivanovski í leik með U21 árs landsliði Makedóníu árið 2003.  Hér er hann í baráttu við Shola Ameobi framherja Crystal Palace.
Ivanovski í leik með U21 árs landsliði Makedóníu árið 2003. Hér er hann í baráttu við Shola Ameobi framherja Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Varnarmaðurinn Daniel Ivanovski er á leið í Fjölni en sænskir fjölmiðlar greina frá þessu í dag.

Ivanovski er 31 árs gamall Makedóníumaður en hann hefur leikið með Mjallby í Svíþjóð frá því árið 2006.

Mjallby féll úr sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en Guðmann Þórisson, varnarmaður FH, lék þá einnig með liðinu.

Ivanovski á fjóra landsleiki að baki en hann getur bæði spilað sem miðvörður og bakvörður.

Ivanovski var áður á mála hjá Sileks og Vardar í heimalandi sínu en síðarnefnda félagið er mjög sigursælt.

Fyrr í vetur fengu Fjölnismenn þá Ólaf Pál Snorrason úr FH og Arnór Eyvar Ólafsson úr ÍBV en Ivanovski bætist nú einnig í hópinn.
Athugasemdir
banner
banner