Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   mið 04. mars 2015 19:03
Elvar Geir Magnússon
England - Byrjunarlið Burnley og Liverpool: Sturridge byrjar
Daniel Sturridge byrjar.
Daniel Sturridge byrjar.
Mynd: Getty Images
Klukkan 20:00 hefst leikur Burnley og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni. Sá leikur hefst stundarfjórðungi á eftir öðrum leikjum kvöldsins og er sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Liverpool á möguleika á að stökkva upp í Meistaradeildarsæti með sigri og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum. Burnley er í fallsæti og þarf nauðsynlega á stigum að halda.

Jordon Ibe er meiddur á hné og enn fjarri góðu gamni hjá Liverpool sem hefur verið á svakalegu skriði í ensku úrvalsdeildinni.

Ein breyting er á byrjunarliði Liverpool frá sigrinum gegn Manchester City um síðustu helgi. Daniel Sturridge kemur inn fyrir Markovic.

Fylgst verður með gangi mála í leiknum í úrslitaþjónustu á forsíðu en við hvetjum þig til að nota kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leiki kvöldsins á Twitter.

Byrjunarlið Burnley: Heaton; Trippier, Keane, Shackell, Mee; Kightly, Jones, Arfield, Boyd; Barnes, Ings.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet, Can, Skrtel, Lovren, Henderson, Allen, Moreno, Lallana, Sterling, Coutinho, Sturridge.
(Bekkur: Ward, Johnson, Kolo Toure, Willams, Markovic, Lambert, Balotelli)
Hvernig fer Víkingur - Breiðablik á sunnudag?
Athugasemdir
banner
banner
banner