Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2015 22:18
Magnús Már Einarsson
Gomis í góðu lagi
Gomis borinn af velli.
Gomis borinn af velli.
Mynd: Getty Images
,,Bafetimbi Gomis er í fínu lagi," sagði Garry Monk stjóri Swansea eftir 3-2 tap liðsins gegn Tottenham í kvöld.

Gomis hné niður snemma leiks án þess að nokkur væri nálægt honum. Gomis féll í yfirlið en sjúkralið mætti strax á vettvang til að hlá að honum. Leik var hætt í smá tíma meðan Gomis var borinn af velli.

,,Hann fór á spítala til öryggis en hann er í lagi. Það er aðalatriðið. Hann þurfti bara mínútu til að jafna sig og hann talaði þegar hann kom af velli," sagði Monk.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gomis fellur í yfirlið í miðjum leik. Það gerðist tvívegis þegar hann var hjá Lyon og einu sinni með franska landsliðinu.

,,Við þekkjum sögu hans. Hann hefur farið í allar rannsóknir sem hægt er og þetta er bara hluti af lífinu fyrir hann."
Athugasemdir
banner
banner
banner