Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 12:00
Elvar Geir Magnússon
Gylfi ákveðinn í að sýna sitt besta í kvöld
Mynd: Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er ákveðinn í að sýna sínar bestu hliðar þegar hann mætir með Swansea á White Hart Lane í kvöld og mætir sínum fyrrum félögum í Tottenham. Þetta segir Garry Monk, stjóri Swansea.

Gylfi hefur verið einn besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar síðan hann gekk í raðir Swansea.

„Hann þurfti stað þar sem honum líður vel og fær að spila mikið og spilað er upp á styrkleika hans," segir Monk.

„Ég tel hann hafa sýnt það stærstan hluta tímabilsins. Hann kom til okkar sem betri leikmaður en þegar hann var hér fyst svo hann hefur augljóslega tekið miklum framförum hjá Tottenham."

Gylfi náði aldrei alvöru flugi hjá Spurs þar sem hann var oft látinn vera á bekknum eða spilaði ekki sína bestu stöðu.

„Ég tel samt að hann eigi gott samband við stuðningsmenn Tottenham og er viss um að hann fái góðar móttökur þarna. Þegar þú spilar gegn fyrrum liðum þínum viltu sýna og sanna hvað þau eru að missa af. Þannig er staðan með Gylfa," segir Monk.

Gylfi var ekki með Swansea um liðna helgi vegna meiðsla en er klár í slaginn á ný.

Leikir dagsins á Englandi:
19:45 Manchester City - Leicester City
19:45 Newcastle United - Manchester United
19:45 Queens Park Rangers - Arsenal
19:45 Stoke City - Everton
19:45 Tottenham - Swansea
19:45 West Ham - Chelsea
20:00 Liverpool - Burnley
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner