Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 18:30
Magnús Már Einarsson
Hvernig er fylgst með stuðningsmönnum sem eru í banni?
Svar við fyrirspurn í sérfræðingahorni Fótbolta.net
Víðir Reynisson svaraði spurningunni.
Víðir Reynisson svaraði spurningunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Enskir stuðningsmenn.  Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Enskir stuðningsmenn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net hefur opnað sérfræðingahorn á síðunni þar sem lesendur geta sent inn fyrirspurnir um allt sem tengist fótbolta á einhvern hátt.

Jón kom með spurningu sem Víðir Reynisson öryggisstjóri Laugardalsvallar svaraði.

Þegar stuðningsmenn stórra liða eins og t.d á Englandi eru settir í bann jafnvel ævilangt. Hvernig er þessu banni framfylgt og virkar það yfir höfuð?
Í Bretlandi gilda sérstök lög um knattspyrnuleiki. Þau voru sett til að sporna við uppgangi fótboltabullna. Ef menn brjóta alvarlega af sé fara þeir fyrir dóm og geta fengið löng bönn frá knattspyrnuvöllum. Margir hafa t.d. fengið bann að fylgja enska landsliðinu og þurfa að skila inn vegabréfi sínu þegar liðið spilar erlendis.

Flest félög í Englandi selja miða á leiki sína á nafn viðkomandi og því ómögulegt fyrir þá sem eru í banni að kaupa sjálfir miða. Það er auðvitað möguleiki á að þeir fái aðra til að kaupa fyrir sig miða. Margir hér þekkja þetta því allmargir kaupa miða á leik úti af ársmiðahöfum og öðrum sem kaupa miða til að braska með þá.

Lögreglan starfar náið með öllum félögum í efri deildum og eru lögreglustöðvar nálægt öllum leikvöngum. Eitt af því sem er unnið í samvinnu er að fylgjast með á leikdegi hvort þekktar bullur séu að reyna að komast inn. Flest félög eru með starfsmenn í þessu á leikdögum sem þekkja vel til hópana í kringum félögin. Allir vellir eru útbúnir myndavélakerfum þar sem fylgst er með því sem fram fer bæði innan og utan leikvanganna.

Þannig að svarið er: Já þessu er framfylgt og það gengur ágætlega eftir því sem ég best veit.
Athugasemdir
banner
banner