Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 04. mars 2015 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
John Carver: Þurfti tíu mínútur til að róa mig niður eftir leikinn
John Carver vildi aðeins ræða við dómaratríóið.
John Carver vildi aðeins ræða við dómaratríóið.
Mynd: Getty Images
John Carver, knattspyrnustjóri Newcastle, var ósáttur eftir tap sinna manna á heimavelli gegn Manchester United.

Leikurinn var markalaust þar til rétt undir lokin þegar Ashley Young skoraði sigurmark eftir varnarmistök heimamanna.

,,Ég er miður mín, ég er svekktur og pirraður. Ég þurfti 10 mínútur eftir leikinn bara til að róa mig niður," sagði Carver við BBC eftir leikinn.

,,Strákarnir okkar gáfu allt sem þeir áttu en þegar maður spilar við Man Utd þá verður maður að halda einbeitingu hverja einustu mínútu, og það klikkaði hjá okkur."

Carver var þá eflaust að vitna í atvikið þar sem vörn Newcastle lamaðist eftir markmannsmistök Tim Krul þegar ein mínúta var eftir af venjulegum leiktíma.

,,Við fengum bestu færi leiksins og áttum að skora úr þeim. Þetta mark sem við fengum á okkur var hræðilegt, Abeid er ungur og lærir af þessu.

,,Við áttum að fá vítaspyrnu í fyrri hálfleik. Herra Taylor hafði stuttan tíma til að taka ákvörðunina."


Að lokum var Carver spurður út í hrákuatvikið þar sem Jonny Evans og Papiss Cisse virtust fara í hrákustríð í miðjum leik.

,,Ég sá ekki atvikið. Maður á ekki að hrækja, það er eitt það versta sem þú getur gert. Ég get ekki tjáð mig um þetta, ég tók ekki eftir neinu nema látunum í kringum þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner