Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 04. mars 2015 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Klopp hélt að Reus væri fótbrotinn
Klopp hélt að Reus væri stórslasaður.
Klopp hélt að Reus væri stórslasaður.
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, þjálfari Dortmund, viðurkennir að hann hafi haldið að Marco Reus væri fótbrotinn eftir að hann þurfti að fara af velli í 2-0 sigri liðsins gegn Dynamo Dresden í þýska bikarnum í gær.

Reus fór af velli strax á 25. mínútu eftir harða tæklingu frá Dennis Erdmann, en þrátt fyrir slæmt útlit virðist svo sem þessi stjörnuleikmaður Dortmund hafi einungis fengið mar á hné.

,,Ef þetta er bara mar hjá Marco, þá var þetta gott kvöld," sagði Klopp við Sky.

,,Ég leit út fyrir að vera svona reiður því allir horfðu á mig eins og hann væri fótbrotinn. Ég er einfaldur maður, og ef allir líta út eins og hann hafi fótbrotnað, þá trúi ég því."

,,Ég vona að næst láti þeir mig vita fyrr þegar þetta er bara mar."

Athugasemdir
banner
banner
banner