Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 04. mars 2015 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Pearson: Þrjár stórar ákvarðanir klikkuðu á einu kvöldi
Nigel Pearson var virkilega reiður eftir tap Leicester og var lýst sem
Nigel Pearson var virkilega reiður eftir tap Leicester og var lýst sem "Fuming, seething, glowering, unhappy, morose, distraught, angry and livid" af fréttamanni BBC.
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, knattspyrnustjóri Leicester, var óánægður með dómgæsluna í tapleik gegn Englandsmeisturum Manchester City í kvöld.

Pearson vildi fá minnst eina vítaspyrnu í leiknum en ákvað ekki að fara nánar út í málið til að vera ekki sektaður.

,,Þetta eru alltaf stórar ákvarðanir sem klikka en þrjár á einu kvöldi finnst mér frekar mikið, eða hvað?" sagði Pearson við BBC eftir leikinn.

,,Ég þarf ekki að tala um þessar ákvarðanir vegna þess að þið hljótið að hafa tekið eftir þeim alveg eins og ég.

,,Ég veit hvað mér finnst um ákvarðanirnar en ég ætla að halda minni skoðun út af fyrir sjálfan mig.

,,Við spiluðum vel og agað. Við verðum að líta á jákvæðu hliðarnar, sem eru margar."


Samkvæmt fréttamanni BBC var Pearson brjálaður í skapinu eftir leikinn þar sem átta mismunandi lýsingarorð voru notuð í textalýsingu BBC yfir hversu reiður hann var.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner