Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. mars 2015 21:10
Magnús Már Einarsson
Tom Skogsrud í ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍBV hefur gert tveggja ára samning við norska varnarmanninn Tom Even Skogsrud.

Tom kom til reynslu hjá ÍBV í lok janúar og lék þá tvo leiki með liðinu í Fótbolta.net mótinu. Félagið og leikmaðurinn voru bæði ánægð með það sem aðilar höfðu fram að færa og hafa gengið frá samningi í kjölfarið.

Tom getur leikið bæði sem vinstri bakvörður, miðvörður og mðjumaður en Eyjamenn reikna með að nota hann í hjarta varnarinnar.

Tom fór ungur að árum eða 16 ára til Manchester City og var á mála þar til 18 ára aldurs er hann gekk til liðs við Glasgow Rangers. Þaðan fór hann til heimalandsins og hefur leikið þar með Sandefjord og Kongsvinger. Hann lék árin 2012-2013 með Sandefjord og á sl. keppnistímabili með Kongsvinger.

,,Tom verður mikilvægur hlekkur í því þriggja ára verkefni sem miðar að því að byggja upp öflugt lið ÍBV, sem hefur það markmið að ná betri árangri en undanfarin ár," segir í fréttatilkynningu frá ÍBV.

,,Markmið félagsins og Jóhannesar Harðarsonar þjálfara liðsins, er að byggja upp lið sem leikur skemmtilega knattspyrnu, byggir á þeirri Eyjastemmingu sem lið ÍBV á að byggja á, og síðast en ekki síst að efla yngri leikmenn liðsins."

,,Við vonumst einnig til að stuðningsmenn ÍBV, nær og fjær, taki vel á móti Tom og hann muni upplifa sanna Eyjastemmingu á leikjum ÍBV. Knattspyrnuráð ÍBV býður Tom velkominn á Eyjuna fögru og væntir mikils af honum. ÁFRAM ÍBV, alltaf og alls staðar."

Athugasemdir
banner