Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 04. mars 2015 17:11
Magnús Már Einarsson
U17 ára landsliðshópurinn sem tekur þátt í milliriðlum
U17 ára strákarnir eru á leið til Rússlands.
U17 ára strákarnir eru á leið til Rússlands.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Halldór Björnsson, þjálfari U17 landsliðs karla, hefur valið leikmannahóp Íslands fyrir milliriðil EM, sem leikinn verður í Krasnodar í Rússlandi í mars.

Hópurinn heldur til Rússlands þann 19. mars og fyrsti leikur er tveimur dögum síðar. Austurríki og Wales eru í riðlinum, auk Íslands og heimamanna.

Alls eru milliriðlarnir átta talsins og munu 16 lið taka þátt í úrslitakeppninni, sem fram fer í Búlgaríu í maí. Sigurvegarar milliriðlanna komast í úrslitakeppnina ásamt sjö liðum með bestan árangur í 2. sæti. Gestgjafar úrslitakeppninnar eru svo 16. liðið.

Markmenn:
Daði Freyr Arnarsson, BÍ
Andri Þór Grétarsson, HK

Aðrir leikmenn:
Dagur Austmann Hilmarsson, AB Gladsaxe
Alfons Sampsted, Breiðablik
Sólon Breki Leifsson Breiðablik,
Máni Austmann Hilmarsson, FCK
Hörður Ingi Gunnarsson, FH
Viktor Helgi Benediktsson, FH
Ísak Atli Kristjánsson, Fjölnir
Ægir Jarl Jónasson, Fjölnir
Kolbeinn Birgir Finnsson, Fylkir
Daði Snær Ingason, Haukar
Birkir Valur Jónsson, HK
Jón Dagur Þorsteinsson, HK
Guðmundur Andri Tryggvason, KR
Axel Óskar Andrésson, Reading
Erlingur Agnarsson, Víkingur R
Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson, Þróttur R
Athugasemdir
banner
banner
banner