Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. mars 2015 10:30
Magnús Már Einarsson
Van Gaal vill að leikmenn fækki sendingum á De Gea
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United, vill að leikmenn liðsins fækki sendingum til baka á markvörðinn David De Gea.

Stuðningsmenn Manchester United bauluðu um helgina þegar boltinn var sendur til baka á De Gea en ekki fram völlinn.

,,Ég er sammála stuðningsmönnunum að við þurfum ekki að nota markvörðinn svona mikið," sagði van Gaal.

,,Ég hef séð augnablik þar sem við getum spilað hraðar án þess að nota markvörðinn."

,,Stundum sjá leikmennirnir ekki aðra lausn og ég verð að styðja þá. Stuðningsmennirnir verða líka að sjá það."
Athugasemdir
banner
banner