Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Atli Þór í skýjunum: Víkingur var eina liðið sem ég hafði auga á
Alex er kominn heim: Mig langaði að fara í bláu treyjuna aftur
Benoný stýrði víkingaklappinu með stuðningsmönnum eftir fyrsta leikinn sinn
Stígur út úr þægindarrammanum og fer norður - „Nú fer ég og kíki í mat til hennar"
Hákon segir allt risastórt hjá Lille - „Vinur minn vill að ég taki Nunez treyjuna"
Glódís Perla: Ótrúlega dýrmætt og mun aldrei gleyma því
Kominn heim eftir dvöl í Portúgal og á Ítalíu - „Er enn með stóra drauma"
Ekki erfitt að segja tengdapabba frá ákvörðuninni - „Tími til þess að breyta til"
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
   lau 04. mars 2017 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rey Cup 2017 - Fimmtán ára afmælismót
Mynd: Fótbolti.net: Eyjólfur Garðarsson
ReyCup - Alþjóðlega knattspyrnuhátíðin verður haldin í Laugardalnum frá 26. til 30. júlí 2017.

Á ReyCup hafa margir af okkar bestu knattspyrnumönnum og konum spilað í fyrsta sinn gegn erlendum andstæðingum.

Þátttakendur á ReyCup eru 13-16 ára og er þetta langstærsta knattspyrnumót landsins fyrir þennan aldurshóp. Alls munu um 1.500 unglingar koma saman, spila fótbolta og skemmta sér frá miðvikudegi til sunnudags.

Á þeim 15 árum sem liðin eru síðan ReyCup var fyrst haldið hafa yfir 50 erlend lið frá ýmsum löndum tekið þátt sem gefur mótinu enn meira vægi fyrir íslensku liðin. Nú þegar hafa 10 erlend lið boðað þátttöku og má þar nefna ensku liðin Norwich City, Sunderland, Burnley, Brigthon & Hove Albion, skoska úrvalsdeildarfélagið Partick Thistle og HB Köge frá Danmörku. Það er gaman að geta þess að núna, í fyrsta sinn, kemur lið frá Suður-Ameríku.

Búast má við fleiri skráningum erlendra liða á næstu vikum enda hafa aldrei borist eins margar fyrirspurnir erlendis frá eins og nú.

Skráning íslenskra liða er hafin og fer hún vel af stað. Forráðamenn íslenskra liða eru hvattir til að skrá lið sín sem fyrst, til að tryggja sínu liði þátttöku á þessu skemmtilega og sterka móti.

Marg til gamans gert fyrir utan fótboltann
Fyrir utan fótboltann á ReyCup er margt til gamans gert. Lokaballið sem haldið er á Hilton Reykjavík Nordica er mikil upplifun og þar er alltaf mikil stemning. Þekktir tónlistarmenn munu spila, eins og undanfarin ár.

Grillpartý í Fjölskyldugarðinum, sundlaugarpartý í Laugardalslaug og margt fleira gerir mótið svo enn skemmtilegra. Hádegis- og kvöldverðir á ReyCup eru einnig framreiddir á Hilton Reykjavík Nordica þar sem boðið er upp á góðan mat í snyrtilegu umhverfi.

Nánari upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu ReyCup, www.reycup.is og á Facebook-síðunni ReyCup Iceland.

Hér í spilaranum að ofan má sjá myndband sem fangar stemninguna á ReyCup.
Athugasemdir
banner
banner
banner