Kompany vill taka við Bayern - Isak og Brobbey efstir á blaði Arsenal - McKenna orðaður við Chelsea og Man Utd
Gregg Ryder: Verið erfiðir tímar fyrir félagið og stuðningsmennina
Ragnar Bragi eftir sinn fyrsta leik í sumar: Erfitt að horfa úr stúkunni
Heimir Guðjóns: Aldrei víti og tekið af okkur löglegt mark
Aron Sig: Menn héldu að þeir væru miklu betri en þeir eru
Góð innkoma hjá Viðari - „Sér hlutina á háu leveli"
Sindri Kristinn: Helgi Mikael gefur þessa vítaspyrnu
„Leikmaðurinn var ekki að fúnkera og þess vegna gerum við skiptingu"
Daníel Hafsteins: Væri fínt ef ég væri alltaf haltur
Brynjar Björn: Hef enga útskýringu á því hvort það sé bakvarðarstaðan sem slík
Siggi Höskulds: Komum með aðeins breytt leikplan
Aron Bjarki: Erum sáttir þar sem við erum
Arnar: Einn sá besti en De Bruyne og Foden spila ekki alla leiki
Beint út með boltapoka eftir núll mínútur - „Ákveðið styrkleikamerki í hausnum á mér"
Hemmi Hreiðars: Oliver hefði frekar átt að fá víti en seinna gula
Davíð Smári: Að hafa hugrekkið til að spila gegn besta liði landsins
Bjarki Björn skoraði glæsimark: Þeir hljóta að hafa verið að horfa
Ásta Eir: Mér er alveg sama hvernig við vinnum leikinn
Nik hreinskilinn: Þetta er ekki nægilega gott fyrir þetta stig
Kristján miður sín: Veit ekki hvort ég sé búinn að segja of mikið
Anna María: Fáránlegur dómur sem skemmir leikinn gjörsamlega
   fim 04. apríl 2024 16:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rúnar Kristins: Hefur ekki gengið eins vel og maður hefði vonað
Rúnar Kristinsson.
Rúnar Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kyle sleit krossband fyrir ári síðan.
Kyle sleit krossband fyrir ári síðan.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Frábær aðstaða hjá Fram.
Frábær aðstaða hjá Fram.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Bjarki fer til FCK í sumar.
Viktor Bjarki fer til FCK í sumar.
Mynd: FC Kaupmannahöfn
Mjög spennandi fyrir okkur Framara að sjá hvernig við förum af stað
Mjög spennandi fyrir okkur Framara að sjá hvernig við förum af stað
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Það tekur okkur fimm sekúndur að labba úr búningsklefanum og út á völlinn.'
'Það tekur okkur fimm sekúndur að labba úr búningsklefanum og út á völlinn.'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Alltaf jafn gaman þegar spáin er kynnt, þá veit maður að það er stutt í mót, fáir dagar og maður hefur ekki margar æfingar til stefnu til að hafa liðið sitt klárt. Þetta er mjög spennandi fyrir okkur Framara að sjá hvernig við förum af stað," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var á þriðjudag.

Rúnar tók við Fram eftir að síðasta tímabili lauk eftir að hafa verið hjá KR.

Hefur veturinn verið allt öðruvísi en hann var í Vesturbænum í fyrra?

„Auðvitað er þetta allt svipað, ég er bara á nýjum stað, með nýjan leikmannahóp og nýtt fólk á bakvið mig. Þetta er búin að vera mikil vinna að reyna púsla saman liði, finna leikmenn sem við hefðum hugsanlega getað bætt við okkur og hvað við þurfum. Það hefur ekki gengið eins vel og maður hefði kannski vonast til, en það er góður kjarni af góðum leikmönnum í Fram fyrir og við byggjum á þeim öllum. Við erum búnir að fá Kyle (McLagan) og Kennie (Chopart) inn sem reynslumikla leikmenn úr deildinni og svo ungan strák í Þorra (Stefáni Þorbjörnssyni) og einhverja fleiri unga. Við erum ágætlega brattir en auðvitað vill maður alltaf eitthvað meira sem þjálfari."

Þarf að fara varlega með Kyle
Kyle er að koma til baka eftir að hafa slitið krossband fyrir um ári síðan.

„Staðan á honum er þokkaleg, við erum búnir að gefa honum einhverjar mínútur hér og þar. Í síðasta leik fékk hann aðeins meira en hálfleik. Við þurfum að sjá hvort hann sé til í þetta um helgina, það er þó tæpt. Við þurfum að fara varlega með hann, hann er mjög mikilvægur leikmaður í okkar hóp og við þurfum á honum að halda í sumar. Það er bara spurning hversu hratt við getum farið af stað með hann. Við viljum vanda okkur og passa að fara ekki of hratt af stað."

Frábær aðstaða hjá Fram
Er ekki öðruvísi að vera kominn með æfingavöll sem er alltaf klár, sami völlur og þið keppið á, ólíkt því sem var hjá KR?

„Það er ofboðslegur munur, við erum með frábæra aðstöðu. Það tekur okkur fimm sekúndur að labba úr búningsklefanum og út á völlinn. Það er annað en hefur verið hjá mér áður. Við erum alltaf með heilan völl, toppaðstöðu og töluverður munur hjá okkur í þjálfarateyminu að skipuleggja og stjórna æfingum, fáum nóg pláss og tíma. Þetta er mikil breyting fyrir mig."

Vill auðvitað helst vera með Messi og Ronaldo
Er einhver staða sem þú vilt styrkja fyrir gluggalok?

„Mér líst mjög vel á hópinn. Við erum búnir að vera leita að styrkingu inn á miðsvæðið, höfum verið að leita að styrkingu vinstra megin í vörninni. Við missum Viktor Bjarka (Daðason) okkar unga efnilega leikmann til FC Kaupmannahafnar í sumar og þá kannski vantar okkur fleiri framherja. Auðvitað myndi ég vilja styrkja mig í öllum þessum stöðum en við erum með fína og flotta stráka, þurfum að reyna gera þá betri og búa til gott lið í kringum þá. Sem þjálfari vill maður auðvitað helst vera með Messi og Ronaldo einhvers staðar og finna betri leikmenn."

Ofboðslega erfitt verkefni sem bíður
„Við erum brattir og ég held að við séum ágætlega tilbúnir í þetta. En það bíður okkur ofboðslega erfitt verkefni. Deildin er orðin það sterk og ef maður horfir á þessa spá og efstu 6-7 liðin þá veit maður að það er miklu meira lagt í þau fjárhagslega. Við sjáum Viðar Örn (Kjartansson) fara í KA á síðustu stundu, Víkingar búnir að sækja hörkuleikmenn, Valsmenn eru að sækja sennilega besta knattspyrnumann sögunnar í sitt lið og KR er búið að styrkja sig gríðarlega. FH er að bæta við sig og menn að koma heim í Stjörnuna. Á sama tíma eru hin liðin, sem ég nefndi ekki, kannski bara að reyna ná í það sem býðst. Auðvitað er þessu misskipt en við förum brattir inn í þetta og ætlum að reyna stríða þessum liðum og gera betur en í fyrra."

Þurfa að fá á sig færri mörk og draumurinn er barátta um topp sex
Er opinbera markmiðið að gera betur en í fyrra?

„Markmiðið er klárt að við þurfum að fækka mörkum sem við fáum á okkur. Fram fékk flest mörk á sig í deildinni í fyrra og við þurfum að laga það. Það er stór þáttur í því að fá fleiri stig og við þurfum að fá fleiri stig en við fengum í fyrra. Við viljum vera ofar en 10. sætið sem var niðurstaðan í fyrra. Ef þessi spá (8. sæti) gengur eftir þá verðum við á betri stað, en við viljum meira, viljum komast ofar. Draumamarkmiðið er að vera í einhverri baráttu fram á síðustu stundu um það að komast inn í topp sex. Það er frekar háleitt markmið - kannski stærsta markmiðið okkar - en það eru önnur minni sem skipta meira máli. Það sem skitpir meira máli er að búa til stöðugleika og sjá til þess að Fram geti byggt upp lið til framtíðar og styrkt stöðuna í deildinni."

Rúnar segist vera með öll augu opin hvort eitthvað komi upp á markaðnum áður en glugginn lokar. Fyrsti leikur Fram í Bestu deildinni verður gegn Vestra á heimavelli á sunnudag.

Viðtalið í heild sinni má nálgast í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner
banner