mán 04. maí 2015 06:00
Elvar Geir Magnússon
Arnór Smára með mikilvægt mark fyrir framan tóma stúku
Arnór Smárason.
Arnór Smárason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arn­ór Smára­son skoraði jöfnunarmark Torpedo Moskvu á 89. mínútu í 2-2 jafn­tefli gegn Ru­bin Kaz­an í rúss­nesku úr­vals­deild­inni í gær.

Rubin var tveimur mörkum yfir þegar lítið var eftir en Arnór og félagar minnkuðu muninn á 78. mínútu áður en Skagamaðurinn jafnaði.

Arnór og félagar verma enn botnsæti deildarinnar með 21 stig en liðið er tveimur stigum frá Arsenal Tula.

Þess má geta að leikurinn í gær var leikinn án áhorfenda en fyrir skömmu féll dómur á liðið þar sem því var gert að leika fjóra leiki fyrir tómum velli vegna óláta áhengenda þess.

Þetta er í annað skiptið sem Arnór tryggir Torpedo stig með þessum hætti því hann lék sama leik á móti stórliði Zenit í sínum fyrsta leik með liðinu á dögunum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner