banner
   mán 04. maí 2015 18:05
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Hull og Arsenal: Giroud leiðir sóknarlínuna
Mynd: Getty Images
Hull City tekur á móti Arsenal í gífurlega mikilvægum lokaleik 35. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.

Hull er aðeins einu stigi frá fallsæti og er að berjast fyrir lífi sínu á meðan Arsenal er í harðri baráttu við Manchester liðin um 2. sæti deildarinnar.

Engar breytingar eru á byrjunarliðum frá síðustu umferð en þau má sjá hér fyrir neðan, þar sem Dame N'Doye byrjar í framlínu heimamanna enda búinn að skora í öðrum hverjum deildarleik frá komu sinni til félagsins í janúar.

N'Doye er búinn að vera svo góður að Abel Hernandez og Nikica Jelavic eru báðir á bekk heimamanna.

Olivier Giroud er fremstur hjá Arsenal sem teflir fram gífurlega sterku byrjunarliði en skilur Jack Wilshere og Theo Walcott eftir á bekknum.

Hull City: Harper, Chester, Huddlestone, Brady, Livermore, McShane, Dawson, Aluko, Elmohamady, N'Doye, Quinn
Varamenn: McGregor, Rosenior, Bruce, Meyler, Hernandez, Jelavic, Robertson

Arsenal: Ospina, Bellerin, Mertesacker, Koscielny, Monreal, Coquelin, Cazorla, Ramsey, Ozil, Alexis, Giroud
Varamenn: Szczesny, Gibbs, Gabriel, Rosicky, Wilshere, Walcott, Flamini
Athugasemdir
banner
banner