Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 04. maí 2015 08:30
Magnús Már Einarsson
Gummi Steinars: Hef ekki komist í hópinn ennþá
Guðmundur Steinarsson.
Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Mynd: Fótbolti.net
„Við náttúrulega björguðum okkur frá falli í síðasta leik í fyrra. Það væntanlega hefur einhver áhrif á spá manna, sem og að við höfum ekki verið að fá marga leikmenn til okkar í vetur,“ segir Guðmundur Steinarsson þjálfari Njarðvíkur við Fótbolta.net en liðinu er spáð 6. sæti í 2. deild í sumar.

„Á móti misstum við Andra Fannar yfir til Hauka og sömu leið fór Arnar Aðalgeirsson sem kom á láni seinni hluta sumars. Björn Axel okkar markahæsti maður í fyrra skipti svo yfir í uppeldisfélagið Gróttu og þá ber líka að nefa Stefán Birgir sem ætlar að taka slaginn með Frömurum í sumar. Þetta er skörð sem við þurfum að fylla í og menn á öðrum stöðum eru kannski ekki að sjá það gerast hjá okkur í augnablikinu.“

Betri byrjun fyrsta markmið
Njarðvík bjargaði sér frá falli með því að vinna Huginn í lokaumferðinni í 2. deild í fyrra. Slæm byrjun kom liðinu í erfiða stöðu í fyrra og menn í Njarðvík ætla ekki að láta það endurtaka sig.

„Við ætlum fyrst og fremst að byrja betur en í fyrra. Höfum hugmyndir um bíða ekki fram í 9.umferð eftir sigri. En planið er að sjálfsögðu að vera eins ofarlega í deildinni og mögulegt er. Við erum ekki með niðurnjörfuð markmið um eitt og annað,“ segir Guðmundur en hann er ánægður með undirbúningstímabilið.

„Það hefur gengið að mér finnst nokkuð vel. Við vorum komnir með nokkuð fastmótaðan hóp fljótlega og höfum getað unnað með hann í vetur. Lengjubikarinn gekk nokkuð vel og hafa önnur úrslit verið ásættanlega ef við skoðum þau eingöngu.“

Ekki komist í hóp
Guðmundur spilaði nokkra leiki með Njarðvík í fyrra en verður hann í takkaskónum inni á vellinum í sumar?

„Það fer allt eftir því hvort þjálfarinn velji mig í liðið, en mér finnst ég hafa verið að standa mig ferlega vel á þeim æfingum sem ég hef tekið þátt í. En sem komið er hef ég ekki komist í hópinn, mun samt halda áfram að reyna í allt sumar.“

Vill sjá fleiri leikmenn fara út á land
Guðmundur reiknar með hörkukeppni í 2. deildinni í sumar en hann segir erfitt að spá í spilin fyrir mót.

„Úff, þetta er með erfiðari deildum að spá í,“ segir Guðmundur. „Lið eru á síðastu metrunum að ná sér í erlenda leikmenn og þá erum við að tala um nokkra á sum lið. Erlendu leikmennirnir umturna sumum liðum alveg og gera þau miklu sterkari."

„Mér finnst vanta að fleiri lið nái að lokka þessa leikmenn af höfuðborgarsvæðinu til sín. Eða meira að þessir leikmenn sem vantar klárlega leiktíma og reynslu fari úti á land og láti reyna á sig og sína hæfileika. Þessi deild er of mikið uppá erlenda leikmenn komin og það finnst mér slæmt. Deildin er engu að síður mjög skemmtileg, í flest öllum leikjum er mikið um sóknarbolta, lið hafa sína sérstöðu og eru að prófa sig áfram með leikkerfi og annað, já og þora að taka sénsa. Ég ætla að bara að segja að ég eigi von á nokkuð jafnri deild þar sem nokkur lið muni slást um þessi tvö sæti á sitthvorum enda töflunnar sem senda lið á milli deilda.“

Athugasemdir
banner
banner
banner