Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. maí 2015 10:00
Elvar Geir Magnússon
Hansi Bjarna fer af stað af feiknakrafti
Hansi að störfum.
Hansi að störfum.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Pepsi-deildin var flautuð á um helgina og er Draumaliðsdeildin komin á fulla ferð en það er Brammer sem býður þér upp á deildina. Í Draumaliðsdeildinni er hægt að setja saman úrvalslið, safna stigum og keppa við vini og vandamenn í einkadeildum.

Smelltu hér til að fara á heimasíðu deildarinnar og velja þitt lið

Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á RÚV, tekur að sjálfsögðu þátt en hér að neðan má sjá hans lið.

„Mitt lið er unnið upp úr hávísindalegri heimildaöflun. Vegna trúnaðar við heimildamenn get ég ekki upplýst um ástæður fyrir vali á leikmönnum," segir Hansi.

Hann er í fínum málum eftir leikina í gær. Í markinu stendur Gunnar Nielsen og í vörninni er liðsfélagi hans hjá Stjörnunni, Daníel Laxdal. Garðabæjarliðið hélt hreinu á Skaganum.

Á miðjunni er hann með Igor Taskovic, fyrirliða Víkings, sem skoraði í 3-1 sigri gegn Keflavík.

Þá voru Leiknismenn að reynast liði hans drjúgir. Hann er bæði með Sindra Björnsson og Hilmar Árna Halldórsson sem skoruðu í 3-0 útisigri gegn Val. Auk þess lagði Hilmar upp mark og var valinn maður leiksins.
Athugasemdir
banner
banner