Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 04. maí 2015 05:55
Elvar Geir Magnússon
Ísland í dag - El Clasico á KR-velli
Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson.
Pétur Viðarsson og Róbert Örn Óskarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
El Clasico íslenska boltans verður í kvöld þegar KR og FH eigast við í Frostaskjólinu. Risaleikur strax í fyrstu umferð.

Þetta eru þau tvö lið sem er spáð efstu sætum deildarinnar, FH er spáð Íslandsmeistaratitli en KR öðru sæti.

Leikurinn hefst 19:15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport en auk þess verður bein textalýsing eins og venja er á Fótbolta.net.

Kassim Doumbia er ekki með FH í byrjun móts og munu Pétur Viðarsson og Guðmann Þórisson standa í hjarta varnarinnar í upphafi.

Spennandi verður að sjá hverjir þrír fremstu leikmenn KR verða en líklegast er talið að Sören Frederiksen og Óskar Örn Hauksson verði á köntunum en markakóngurinn Gary Martin fremstur. Þorsteinn Már Ragnarsson þyrfti þá að sætta sig við bekkinn.

Leikur kvöldsins:
19:15 KR - FH (KR-völlur)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner