mán 04. maí 2015 11:11
Elvar Geir Magnússon
Markvörður Keflvíkinga fær að heyra það
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Richard Arends, markvörður Keflvíkinga, hefur verið harðlega gagnrýndur eftir 3-1 tap liðsins gegn Víkingi í gær.

Arends var allt annað en sannfærandi í markinu þegar Ívar Örn Jónsson, aukspyrnu Ívar, skoraði með skoti af 35 metra færi utan af kanti.

Arends virkaði heldur ekki sannfærandi í leikjum Keflavíkur í Lengjubikarnum og stuðningsmenn liðsins létu í sér heyra á Twitter í gær eins og sjá má hér að neðan.

Hinn sænski Jonas Sandqvist varði mark Keflavíkur í fyrra en Arends kom til félagsins í vetur.

Sindri Kristinn Ólafsson, 18 ára, er varamarkvörður Keflavíkur en hann þykir mjög efnilegur.









Athugasemdir
banner
banner