Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mán 04. maí 2015 21:12
Ívan Guðjón Baldursson
Pepsi-deildin: Atli Guðna tryggði FH sigur í Frostaskjóli
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
KR 1 - 3 FH
1-0 Jacob Schoop ('50)
1-1 Kristján Flóki Finnbogason ('73)
1-2 Atli Guðnason ('85)
1-3 Atli Guðnason ('93)

FH var rétt í þessu að leggja KR af velli í Frostaskjóli þar sem markarefurinn Atli Guðnason gerði út um leikinn á lokasprettinum.

Það var lítið um að vera í fyrri hálfleik þar sem boltinn var yfirleitt í innkasti en hvorugt lið virtist skara framúr.

Heimamenn í KR komust yfir í síðari hálfleik þegar Daninn Sören Frederiksen átti fyrirgjöf sem samlandi hans Jacob Schoop skallaði í netið.

Mikil barátta var í leiknum og lítið gerðist fyrr en Kristján Flóki Finnbogason jafnaði fyrir gestina eftir mikinn atgang í vítateig KR eftir hornspyrnu.

Atli Guðnason kom FH yfir þegar hann og nafni hans Atli Viðar Björnsson komust gegnum vörn KR og kláraði sá fyrrnefndi örugglega af auðveldu færi.

Sören fékk tvö dauðafæri á lokamínútunum en Róbert Örn Óskarsson varði vel áður en Atli gulltryggði dramatískan sigur FH-inga í uppbótartíma, sem var sex mínútur vegna meiðsla Jonathan Hendrickx sem við vonum að séu ekki alvarleg.

Smelltu hér til að skoða textalýsingu frá leiknum
Athugasemdir
banner
banner