mán 04. maí 2015 08:35
Elvar Geir Magnússon
Skrifar De Gea undir nýjan samning við United?
Powerade
Spænski markvörðurinn De Gea.
Spænski markvörðurinn De Gea.
Mynd: EPA
Tim Sherwood, eða Timmy eins og við köllum hann.
Tim Sherwood, eða Timmy eins og við köllum hann.
Mynd: Getty Images
Mánudagsslúðrið og kaffibolli. Banvæn blanda. BBC tók saman.

Markvörðurinn David de Gea (24) mun skrifa undir nýjan tveggja ára samning við Manchester United. Verðmæti hans er um 20 milljónir punda. (Sun)

Bayern München vonast til að krækja í Ilkay Gundogan hjá Borussia Dortmund en hann hefur sterklega verið orðaður við Manchester United. Bæjarar hyggjast skáka United með því að bjóða Dortmund að fá Mario Götze í skiptum. (Bild)

United er tilbúið að senda vængmanninn Adnan Januzaj (20) á lán í eitt ár til að geta fengið Memphis Depay (21) vængmann PSV Eindhoven. (Sun)

Newcastle reynir að lokka Steve McClaren, stjóra Derby og fyrrum landsliðsþjálfara, til að stýra liðinu í þremur síðustu leikjum tímabilsins. Newcastle er í frjálsu falli og hefur tapað átta leikjum í röð. (Sun)

Fabricio Coloccini (33) gæti misst fyrirliðabandið hjá Newcastle eftir rifrildi við markvörðinn Tim Krul (27) eftir 3-0 tapið gegn Leicester á laugardag. (Daily Telegraph)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, mun ræða við miðjumennina Tomas Rosicky (34) og Mathieu Flamini (31) um framtíð þeirra á Emirates leikvanginum. (Daily Mirror)

Wenger telur að Thierry Henry, sem nú sé sparkspekingur, hafi gert rangt með því að gagnrýna sóknarmanninn Olivier Giroud. (Guardian)

Chris Ramsey (53) sem samdi við QPR um að stýra liðinu út tímabilið mun halda áfram í starfi, jafnvel þó liðið falli. (Daily Mirror)

Leandro Bacuna, miðjumaður Aston Villa, telur að það verði erfitt fyrir félagið að halda sóknarmanninum öfluga Christian Benteke (24). Meðal annars vegna áhuga frá félögum eins og Liverpool. (Daily Mirror)

Tim Sherwood, stjóri Villa, hvetur Benteke til að fylgja í fótspor Fabian Delph og staðfesta tryggð sína við félagið. (Sky Sports)

Sherwood hefur áhuga á bakverðinum Andrew Robertson (21) hjá Hull City. (Daily Mirror)

Barsilíski markvörðurinn Herelho Gomez (34) hjá Watford segir að eigendur félagsons séu með markmið að liðið komist einn daginn í Meistaradeildina. Liðið er komið upp í ensku úrvalsdeildina.(Daily Telegraph)

Newcastle United getur ekki kallað varnarmanninn Jamaal Lascelles (21) til baka úr láni hjá Nottingham Forest fyrir þrjá síðustu leiki tímabilsins þrátt fyrir meiðslavandræði. (Newcastle Chronicle)

Sean Dyche, stjóri Burnley (43), segist enn hafa kraftinn í að ná Burnley lengra þrátt fyrir að liðið falli hugsanlega úr úrvalsdeildinni á næstu dögum. (Guardian)

Joe Hart, markvörður Manchester City, segir Chelsea verðskuldaða Englandsmeistara. (Manchester Evening News)

Steve Bruce, stjóri Hull, segir að leikmenn sínir þurfi bara að horfa á hvað gerðist fyrir Wigan og Blackpool til að gíra sig upp í lokasprett fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar. (Daily Express)

Karim Benzema hjá Real Madrid verður klár í slaginn fyrir fyrri leikinn gegn Juventus í Meistaradeildinni á þriðjudag. (Marca)

Myndband: Ronaldinho með rosalega dýfu í Mexíkó

Athugasemdir
banner
banner
banner