Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. maí 2015 20:44
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Fjögur mörk og tvö rauð hjá Almeria og Celta
Zongo skoraði jöfnunarmarkið.
Zongo skoraði jöfnunarmarkið.
Mynd: Getty Images
Almeria 2 - 2 Celta Vigo
0-1 Duran Nolito ('17)
0-2 Santi Mina ('39)
1-2 Thievy Bifouma ('47)
2-2 Jonathan Zongo ('68)
Rautt spjald: Daniel Cabral, Celta ('54), Mauro Dos Santos, Almeria ('74)

Almeria gerði jafntefli við Celta Vigo í lokaleik 35. umferðar spænsku efstu deildarinnar í kvöld.

Celta komst tveimur mörkum yfir í fyrri hálfleik og virtist vera á góðri leið með að landa sigri áður en Thievy Bifouma, fyrrverandi leikmaður West Brom, minnkaði muninn í upphafi síðari hálfleiks.

Daniel Cabral fékk svo rautt spjald og heimamönnum tókst að jafna verandi manni fleiri. Skömmu eftir jöfnunarmarkið misstu heimamenn Mauro Dos Santos af velli og meira tókst liðunum ekki að skora.

Almeria er tveimur stigum frá fallsæti eftir jafnteflið á meðan Celta er í efri hluta deildarinnar, átta stigum frá evrópudeildarsæti þegar þrjár umferðir eru eftir.
Athugasemdir
banner
banner