Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 04. maí 2015 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Gunnar Heiðar skoraði og lagði upp
Gunnar Heiðar var allt í öllu í sigri Häcken.
Gunnar Heiðar var allt í öllu í sigri Häcken.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði og lagði upp í öðrum sigri Häcken á tímabilinu í sænsku efstu deildinni.

Häcken lagði Halmstad á útivelli í leik þar sem heimamenn brenndu af tveimur vítaspyrnum og fundu ekki leið framhjá Christoffer Källqvist í marki gestanna.

Hjörtur Logi Valgarðsson og Eiður Sigurbjörnsson voru báðir í byrjunarliði Örebro sem tapaði fyrir Kalmar og er á botni deildarinnar, með tvö stig eftir sjö umferðir.

Haukur Heiðar Hauksson lék þá allan leikinn í liði AIK sem lagði Hammarby af velli en Birkir Már Sævarsson lék allan leikinn í tapliði Hammarby. Hammarby er um miðja deild með ellefu stig en AIK er í fjórða sæti, með fjórtán stig.

Hjálmar Jónsson var þá á bekknum hjá toppbaráttuliði Gautaborgar sem lagði Falkenbergs af velli og er einu stigi frá toppliði Malmö.

Halmstad 0 - 2 Häcken
0-1 Gunnar heiðar Þorvaldsson ('41)
0-2 J. Andersson ('64)

Kalmar 3 - 0 Örebro
1-0 T. Eriksson ('25)
2-0 M. Antonsson ('44)
3-0 V. Elm ('63)

AIK 2 - 0 Hammarby
1-0 H. Goitom ('56)
2-0 N. Sonko-Sundberg ('75)

Göteborg 2 - 1 Falkenbergs
1-0 S. Rieks ('55)
2-0 S. Rieks ('81)
2-1 H. Araba ('85, víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner