Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. maí 2016 18:45
Elvar Geir Magnússon
Bergsteinn í mark Aftureldingar (Staðfest)
Bergsteinn Magnússon markvörður.
Bergsteinn Magnússon markvörður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Markvörðurinn Bergsteinn Magnússon hefur gengið til liðs við Aftureldingu en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

„Bergsteinn kemur frá Leikni F en hann átti mjög gott tímabil í fyrra og lék stórt hlutverk í velgengi Leiknismanna. Bergsteinn er uppalinn í Keflavík og hefur leikið 3 leiki í Pepsi-deild með uppeldisfélagi sínu. Bergsteinn á að baki 9 U17 landsleiki og 8 U19 landsleiki," segir í tilkynningunni.

„Afturelding fagnar komu Bergsteins og býður hann hjartanlega velkominn til félagsins."

Markvörðurinn Bjarni Þórður Halldórsson sem gekk í raðir Aftureldingar frá Fylki í vetur greindist með brjósklos í síðustu viku.

„Það er mikið áfall fyrir hann sjálfan sem og liðið en það þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði," sagði Úlfur Arnar Jökulsson, þjálfari Aftureldingar, í viðtali í morgun en liðinu er spáð 3. sæti í 2. deildinni í sumar.

Afturelding mætir KV í fyrstu umferð á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner