mið 04. maí 2016 17:45
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Real og Man City: Ronaldo snýr aftur
Fylgst með í úrslitaþjónustu á forsíðu
Cristiano Ronaldo fagnar marki.
Cristiano Ronaldo fagnar marki.
Mynd: Getty Images
Spennan er í hámarki fyrir leik Real Madrid og Manchester City í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli.

Cristiano Ronaldo var meiddur í fyrri leiknum en hann er mættur aftur í slaginn og líklega ákveðinn í að halda sýningu í kvöld!

David Silva og Pablo Zabaleta eru fjarri góðu gamni hjá City en sá síðarnefndi verður óleikfær næstu vikur. Yaya Toure var ekki með í fyrri leiknum en byrjar í kvöld.

Byrjunarlið Real Madrid: Navas, Carvajal, Ramos, Pepe, Marcelo, Modrić, Kroos, Isco, Bale, Jesé, Ronaldo.
(Varamenn: Casilla, Varane, James, Kovacic, Vazquez, Danilo, Mayoral)

Byrjunarlið Man City: Hart, Sagna, Kompany, Otamendi, Clichy, Fernando, Fernandinho, Touré, Navas, De Bruyne, Aguero.

Sjá einnig:
Meistaraspáin - Hvað segja sérfræðingarnir?
Athugasemdir
banner